Ný reiknivél fyrir aðflutningsgjöld

29.9.2011

Opnuð hefur verið á vef Tollstjóra reiknivél og er henni ætlað að gefa hugmynd um hvað vara gæti kostað ef hún er keypt og flutt til landsins í dag. Auk þess að birta aðflutningsgjöld birtast upplýsingar um leyfi, bönn og aðra skilmála sem uppfylla þarf vegna innflutnings vörunnar.
Fullkomnari útgáfu af reiknivélinni sem ætluð er fagfólki var einnig bætt við veftollskránna. Þar er hægt að reikna gjöld af tollskrárnúmeri sem búið er að finna, gjöld aftur í tímann, sjá áhrif fríverslunarsamninga á vöruverð og reikna úrvinnslugjöld.
Reiknivél fyrir almenning
Veftollskrá með reiknimöguleika