Fyrstu skrefin á níu tungumálum

26.10.2011

Upplýsingabæklingurinn Fyrstu skrefin er kominn út en hann er ætlaður innflytjendum jafnt sem einstaklingum, stofnunum eða öðrum sem vinna með eða koma að ráðgjöf til innflytjenda. Bæklingurinn er fáanlegur á níu tungumálum og í tveimur útgáfum en vegna alþjóðlegra samninga svo sem á milli Norðurlanda og aðildarríkja að EES- og EFTA-samningunum gilda mismunandi reglur eftir ríkisfangi. Önnur útgáfa bæklingsins tekur mið af réttindum EES- og EFTA-ríkisborgara til dvalar á Íslandi en í hinni útgáfunni eru upplýsingar fyrir ríkisborgara af öðru þjóðerni. Að útgáfunni standa velferðarráðuneyti, Fjölmenningarsetur og Innflytjendaráð.
Hægt er að nálgast bæklingana hvort sem er í rafrænum útgáfum eða með því að panta eintak/eintök á pappírsformi.
Rafrænar útgáfur bæklingsins
Panta bækling á pappírsformi
Fjölmenningarsetur