Rjúpnaveiðitímabilið hafið

28.10.2011

Rjúpnaveiðitímabilið í ár er hafið og stendur til sunnudagsins 27. nóvember. Vakin er athygli á því að veiðidagar í ár eru 9. Leyfilegt er að veiða föstudaginn 28. október til sunnudagsins 30. október og þrjár helgar í nóvember, 5. og 6., 19. og 20. og einnig 26. og 27. nóvember. Sölubann gildir áfram á rjúpu og öllum rjúpnaafurðum. Áfram er friðað fyrir veiði á ákveðnu svæði á Suðvesturlandi og verður virkt eftirlit með veiðum á landi og úr lofti. Rjúpnaskyttur eru sem fyrr hvattar til að stunda hófsamar og ábyrgar veiðar. Þá hvetur Náttúrufræðistofnun Íslands rjúpnaskyttur til að klippa annan vænginn af rjúpum sem þær veiða og senda til rannsókna á stofnunina.
Fréttatilkynning Umhverfisstofnunar
Kort af friðuðu svæði vegna rjúpnaveiða á Suðvesturlandi (pdf)
Rafræn veiðidagbók rjúpnaveiða