Atvinnuleitendur fá desemberuppbót

22.11.2011

Ákveðið hefur verið að greiða atvinnuleitendum desemberuppbót. Óskert desemberuppbót til þeirra sem eru að fullu tryggðir innan atvinnuleysistryggingakerfisins verður 63.457 krónur. Um að ræða 48.457 kr. desemberuppbót auk 15.000 álags líkt og samið hefur verið um á almennum vinnumarkaði. Rétt á desemberuppbót eiga atvinnuleitendur sem eru tryggðir innan atvinnuleysistryggingakerfisins og hafa staðfest atvinnuleit einhvern tíma á tímabilinu 20. nóvember til 3. desember 2011. Óskerta desemberuppbót, 63.457 kr., fá þeir sem hafa staðfest atvinnuleit á umræddu tímabili, hafa verið samtals tíu mánuði skráðir á atvinnuleysisskrá árið 2011 og eiga rétt á óskertum grunnatvinnuleysisbótum. Þeir atvinnuleitendur sem hafa á árinu 2011 verið skráðir á atvinnuleysisskrá í skemmri tíma en samtals tíu mánuði og/eða hafa verið tryggðir hlutfallslega á tímabilinu munu frá greidda desemberuppbót í hlutfalli við það.
Fréttatilkyning velferðarráðuneytis
Fréttir Vinnumálastofnunar