Aðstoð starfsmanna kirkjugarða fyrir jól

21.12.2011

Á Þorláksmessu og aðfangadag milli klukkan 9 og 15 verða stafsmenn Kirkjugarða Reykjvíkurprófastsdæmis fólki til aðstoðar í Fossvogskirkjugarði, Gufuneskirkjugarði, Kópavogskirkjugarði og Hólavallagarði. Starfsmenn hjálpa við að finna leiði og afhenda þeim sem þurfa ratkort. Þá getur fólk haft samband við aðalskrifstofuna í Fossvogskirkjugarði og skrifstofuna í Gufuneskirkugarði milli klukkan 9 og 15 og fengið upplýsingar um leiði. Fossvogskirkjugarður verður lokaður fyrir bílaumferð á aðfangadag milli klukkan 9 og 15 en hreyfihömluðum verður heimilt að aka um garðinn.
Garður.is, vefur Kirkjugarðasambands Íslands
Leit í legstaðarskrá
Ratkort á vef kirkjugarðanna