Innritun fatlaðra nemenda á haustönn 2012

30.1.2012

Innritun fatlaðra nemenda sem óska eftir skólavist á starfsbrautum framhaldsskóla á haustönn 2012, fer fram fyrr en innritun almennt í framhaldsskóla. Þetta er gert til þess að framhaldsskólar, nemendur og foreldrar fái meira svigrúm til að undirbúa framhaldsskólavistina. Innritun stendur yfir frá 30. janúar til 29. febrúar 2012. Umsækendur sækja veflykil á menntagatt.is og þegar umsækjendur hafa fengið hann opnast þeim aðgangur að innrituninni. Nánari leiðbeiningar um rafræna innritun er að finna í bréfi til forráðamanna nemenda sem afhent er í grunnskólum landsins og einnig má finna það á menntagatt.is/kynningarefni.
Menntagatt.is
Nám fyrir fatlaða á menntagatt.is
Upplýsingar um starfsbraut á menntagatt.is
Fréttatilkynning mennta- og menningarmálaráðuneytis
Menntun og atvinna á island.is