Umboðsmaður skuldara á Akureyri

6.2.2012

Útibú umboðsmanns skuldara á Akureyri hefur verið opnað. Útibúið er að Glerárgötu 26, 1. hæð og er opið alla virka daga frá klukkan 9 til 15. Tveir ráðgjafar starfa í útibúinu. Hægt er að panta viðtalstíma í síma 512 6600. Útibúið á Akureyri er þriðja starfsstöð umboðsmanns skuldara en aðalstarfstöð er í Reykjavík og útibú í Reykjanesbæ.
Vefur umboðsmanns skuldara
Fréttatilkynning velferðarráðuneytis