Rafræn lýðræðisþróun á Íslandi
Reykjavíkurborg í samvinnu við Betri hverfi og Ísland.is þróar rafrænt lýðræði í borginni. Frá 29. mars til 3. apríl geta Reykvíkingar kosið um smærri framkvæmdir í borginni, en um 300 milljónum króna verður úthlutað til verkefna í samræmi við niðurstöður kosninganna. Ísland.is er samstarfsaðili Reykjavíkurborgar og til stendur að vinna með fleiri sveitarfélögum að frekari þróun og útfærslu samskonar kosninga og virkja þannig íbúa til þátttöku.
Íbúakosningar hafnar, frétt á vef Reykjavíkur