Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna kjörs forseta Íslands

4.5.2012

Innanríkisráðuneyti hefur sent sýslumönnum og utanríkisráðuneyti kjörgögn svo hefja megi atkvæðagreiðslu utan kjörfundar hér á landi og í útlöndum vegna kjörs forseta Íslands sem fram á að fara 30. júní 2012. Samkvæmt lögum um kosningar til Alþingis á kjörfundur að hefjast svo fljótt sem kostur er eftir að kjördagur hefur verið auglýstur, þó ekki fyrr en átta vikum fyrir kjördag sem er laugardagur 5. maí 2012.
Fréttatilkynning innanríkisráðuneytis