Fasteignamat 2013 á Ísland.is

14.6.2012

Fasteignaeigendur geta skoðað tilkynningaseðil fasteignamats 2013 á Mínum síðum á Ísland.is. Til þess þurfa þeir rafræn skilríki eða veflykil ríkisskattstjóra. Ef með þarf er hægt að nálgast veflykil ríkiskattstjóra á skattur.is. Tilkynning um fasteignamat 2013 verður ekki send út í hefðbundnum bréfpósti. Fasteignaeigendur geta einnig nálgast fasteignamatið á skra.is með því að slá inn heimilisfang eða haft samband við Þjóðskrá Íslands og óskað eftir að fá tilkynningaseðilinn sendan í pósti.
Fréttatilkynning Þjóðskrár Íslands