Kynningarvefur um þjóðaratkvæðagreiðsluna

27.9.2012

Kynningarvefur um þjóðaratkvæðagreiðsluna 20. október 2012, um tillögur stjórnlagaráðs og tengt efni, hefur verið opnaður. Þar er að finna margvíslegt efni er lýtur að þjóðaratkvæðagreiðslunni sem ætlað er að auðvelda kjósanda að taka upplýsta afstöðu til þeirra sex spurninga sem finna má á kjörseðlinum. Þar er að finna umfjöllun um spurningarnar, upplýsingar um framkvæmd atkvæðagreiðslunnar og rakin forsaga málsins.
Til að auðvelda heyrnarskertum og sjóndöprum að kynna sér efni vefsins er aðgangur að upplestri og táknmálsþýðingu á öllu meginefninu. Prentaður kynningarbæklingur verður sendur í pósti inn á hvert heimili landsins. Gert er ráð fyrir að honum verði dreift 1.-2. október nk.
Kynningarvefur um þjóðaratkvæðagreiðsluna
Fréttatilkynning á kosningavef innanríkisráðuneytis
Fréttatilkynning á vef Alþingis