Ökuskírteini gilda í 15 ár

17.1.2013

Breyting hefur verið samþykkt á umferðarlögum um fullnaðarökuskírteini. Frá og með 19. janúar 2013 gilda ný fullnaðarökuskírteini í 15 ár frá útgáfu. Áður giltu þau þar til handhafi þeirra varð 70 ára. Þeir sem þegar eru með ökuskírteini sem gildir til 70 ára aldurs þurfa þó að endurnýja þau í síðasta lagi 31. desember 2032.
Frétt á vef Umferðastofu