Innritun fatlaðra nemenda í framhaldsskóla hefst 1. febrúar

22.1.2013

Innritun fatlaðra nemenda, sem óska eftir skólavist á starfsbrautum framhaldsskóla, fer fram fyrr en innritun almennt í framhaldsskóla. Innritunin stendur frá 1. febrúar til 28. febrúar 2013. Þetta er gert til þess að framhaldsskólar, nemendur og foreldrar fái meira svigrúm til að undirbúa framhaldsskólavistina.
Fréttatilkynning mennta- og menningarmálaráðuneytis
Nám fyrir fatlaða á Menntagátt.is