Próf í íslensku fyrir umsækjendur um íslenskan ríkisborgararétt

27.2.2013

Íslenskupróf vegna umsóknar um íslenskan ríkisborgararétt verða haldin í maí og júní 2013 á vegum Námsmatsstofnunar. Rafræn skráning í prófin hefst á vef Námsmatsstofnunar 1. mars næstkomandi og stendur til 10. maí. Prófin verða haldin á Akureyri, Ísafirði og Egilsstöðum í lok maí og á höfuðborgarsvæðinu í byrjun júní 2013.
Upplýsingar um próf í íslensku fyrir umsækjendur um íslenskan ríkisborgararétt á vef Námsmatsstofnunar
Fréttatilkynning innanríkisráðuneytis