Tæplega fimmtán þúsund manns hafa fengið Íslykil

23.5.2013

Innleiðing Íslykils til innskráningar á vefi stofnana, sveitarfélaga, félagasamtaka og fyrirtækja hefur gengið vonum framar. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra kynnti Íslykilinn þann 12. apríl og síðan hefur hefur eftirspurn og notkun farið stigvaxandi. Í dag þegar Íslykillinn er rúmlega mánaðargamall hafa á fimmtánda þúsund einstaklingar og á annað hundrað lögaðilar eignast Íslykil.
Fréttatilkynning innanríkisráðuneytis