Yfirlit notkunar innskráningarþjónustu Ísland.is

5.7.2013

Á Mínum síðum - Stillingum á Ísland.is getur fólk nú séð hvaða vefi það hefur heimsótt í krafti innskráningarþjónustu Ísland.is eða Íslandstorgs.  Þannig getur fólk sannfærst um að enginn annar hafi komist yfir aðgangsupplýsingar þess eða brugðist við og breytt Íslykli sínum ef það hefur grun um annað.