Rafrænar íbúakosningar

28.2.2014

Þann 25. febrúar 2014 lauk fresti sveitarfélaga til að tilkynna þátttöku í tilraun um rafrænar íbúakosningar. Tvö sveitarfélög buðu sig fram, Akraneskaupstaður og Rangárþing ytra. Nokkur mál eru í deiglunni hjá báðum sveitarfélögunum sem vilji er til að kjósa um og verður á næstu vikum unnið að því að velja og útfæra nánar það efni sem kosið verður um.