100.000 Íslyklar

4.3.2014

Í dag 4. mars 2014 kl. 15:00 náðist sá merki áfangi að gefinn var út hundrað þúsundasti Íslykillinn. Þetta er merkur áfangi í ljósi þess að útgáfa Íslykla hófst fyrir tæpu ári,  í apríl 2013.
 Íslykill er hluti af innskráningarkerfi Ísland.is sem veitir aðgang að einstaklingsmiðuðum síðum rúmlega 80 þjónustuveitenda, stofnana, sveitarfélaga, félagasamtaka og fyrirtækja. Daglegar innskráningar eru um 10.000 til 15.000. Þjóðskrá Íslands gefur út Íslykil ásamt vegabréfum og nafnskírteinum.
 Ekki er vitað hver fékk úthlutað hundrað þúsundasta Íslyklinum þar sem allar upplýsingar um Íslykla og eigendur þeirra eru rækilega dulkóðaðar.
Panta Íslykil (Opnast í nýjum vafraglugga)
Meira um Íslykill