Íslykill ársgamall

11.4.2014

Á morgun, 12. apríl 2014, er liðið ár frá því að útgáfa Íslykla hófst. Íslyklar hafa náð mikilli útbreiðslu á þessum stutta tíma, en um 110 þúsund manns eiga nú Íslykil. Um 90 þjónustuveitendur hleypa fólki inn á einstaklingsmiðaðar síður með íslykli og um 10 til 15 þúsund manns nýta sér þjónustuna daglega. Íslykill er hluti af innskráningarþjónustu Ísland.is en þar er líka hægt að nota rafræn skilríki í síma og á debetkorti.
Nánar um Íslykil