Nýtt útlit Ísland.is

19.5.2014

Vefurinn Ísland.is leit dagsins ljós árið 2007. Var hann þá eingöngu upplýsingaveita um opinbera þjónustu. Síðan þá hefur vefurinn vaxið og dafnað og margvísleg þjónusta bæst við. Má þar nefna „Mínar síður“, Íslykil, Innskráningarþjónustu, Opin gögn og Netskil. Löngu var orðið tímabært að aðlaga útlit vefsins að þessum breytingum þannig að betri yfirsýn fengist yfir þá þjónustu sem vefurinn hefur upp á að bjóða.  Vefurinn er að mestu leyti skalanlegur. Það þýðir að hann aðlagar sig að notkun í hinum ýmsu tölvum og snjalltækjum. Undantekning er þó vefhlutinn „Mínar síður“, en áætlað er að breytingum á þeim ljúki á haustmánuðum 2014.
Með kveðju, Þjóðskrá Íslands – starfsfólk Ísland.is