• Tilkynning

Örugg innskráning – allra hagur

12.9.2014


Ef rétt er staðið að málum þá léttir rafræn stjórnsýsla fólki lífið.  
Í innskráningarþjónustu Ísland.is er boðið upp á mismunandi leiðir til innskráningar eftir því hve mikils öryggis er krafist. Hægt er að nota Íslykil, styrktan Íslykil eða rafræn skilríki. Þjónustuveitandi metur hvaða kröfur hann vill gera til innskráningarinnar og viðskiptavinur velur leið sem uppfyllir þær kröfur.
Þjóðskrá Íslands hefur tekið saman punkta til að auðvelda þjónustuveitendum mat á kröfum til innskráningar.
Innskráningarþjónustu Ísland.is hefur verið tekið opnum örmum og er hún traustur grundvöllur rafrænnar þjónustu hjá um 100 stofnunum, sveitarfélögum, fyrirtækjum og félagasamtökum.
Innskráningarþjónusta Ísland.is í tölum.
Almennar upplýsingar um innskráningarþjónustu Ísland.is.
Innskráningarþjónusta Ísland.is stendur öllum til boða og geta áhugasamir haft samband við Þjóðskrá Íslands í síma 515-5300 eða í tölvupósti á island@island.is.