• Tilkynning

Rafrænar íbúakosningar í Ölfusi

18.3.2015

Þann 17. mars 2015, hófust í Ölfusi rafrænar íbúakosningar sem standa í 10 daga. Kosið er meðal annars um vilja íbúanna til að fara í sameiningarviðræður við önnur sveitarfélög. Notað er íbúakosningakerfi frá spænska fyrirtækinu Scytl og innskráningarþjónusta Ísland.is með styrktum Íslykli eða rafrænum skilríkjum. Kl. 15 í dag höfðu 123 kosið eða 8,6% af þeim 1432 sem eru á kjörskrá í sveitarfélaginu. Kosningaaldurinn er 16 ár í þessum kosningum.

Nánar um rafrænar íbúakosningar í Ölfusi: Ísland.is Ölfus – rafrænar kosningar – kjósa  og Sveitarfélagið Ölfus