• Tilkynning

Niðurstaða rafrænna íbúakosninga í Ölfusi

27.3.2015

Nú er talningu lokið í rafrænum íbúakosningum í Ölfusi. 1432 voru á kjörskrá, 16 ára og eldri. 617 greiddu atkvæði eða rúm 43%. 304 voru hlynntir viðræðum um sameiningu við önnur sveitarfélög, en 308 andvígir viðræðum. 5 skiluðu auðu. Ef ræða ætti við önnur sveitarfélög, þá vildu 286 ræða við Hveragerði, en 214 við Grindavík.Loks var spurt um heppilegustu tímasetningu Hafnardaga og töldu 309 að ágúst eftir verslunarmannahelgi hentaði best, en 149  töldu sjómannadagshelgina heppilegasta.Tæknileg framkvæmd rafrænnar kosningar og talningar tókst vel, en kosningin stóð í 10 sólarhringa. Hægt var að kjósa í 99,6% af þeim tíma, en tölvubilun orsakaði stutt stopp. Þá olli bilun hjá samstarfsaðila því að hluta úr degi gat fólk ekki fengið senda nýja Íslykla í heimabanka.Með þessum rafrænu íbúakosningum í Ölfusi hefur verið stigið mikilvægt skref í íbúalýðræði, þar sem hugur íbúa er kannaður með auðveldum og öruggum rafrænum hætti.