• Tilkynning

Ísland.is skarar fram úr í aðgengi fatlaðra

4.6.2015

Á vegum verkefnisins EIII – Evrópskt internet fyrir alla hafa nú 238 evrópskir vefir verið metnir með tilliti til aðgengis fatlaðra. Þetta er liður í að ná markmiðum verkefnisins um sjálfsmat á vefjum og bætt notendaviðmót til að fara yfir athugasemdir og villur sem varða aðgengi. Vefurinn Ísland.is er í 1.-11. sæti. Vefur Tryggingarstofnunar, tr.is, er einnig í fyrstu 11 sætunum.
Þjóðskrá Íslands tekur þátt í verkefninu af Íslands hálfu. Nánar má lesa um fréttina á vef verkefnisins.