• Hvað er spunnið í opinbera vefi 2015

Ísland.is kosinn besti ríkisvefurinn 2015

18.12.2015

Í könnuninni “Hvað er spunnið í opinbera vefi 2015?” er venjan að velja besta ríkisvefinn og besta sveitarfélagsvefinn. Að þessu sinni var vefurinn Ísland.is hlutskarpastur í hópi ríkisvefja og vefur Akranesbæjar í hópi sveitarfélagsvefja.

Könnunin er haldin annað hvert ár. Vefirnir fá stig á skalanum 0-100 og fékk Ísland.is 98 stig. Dómnefnd velur svo besta vefinn úr hópi 5 efstu í hvorum flokki. Nánar um könnunina. Næsta könnun um "Hvað er spunnið í opinbera vefi" verður haldin 2017.