• Upphrópun

Niðurstaða rafrænna íbúakosninga í Reykjanesbæ

4.12.2015

Íbúakosningum í Reykjanesbæ um breytingar á deiliskipulagi í Helguvík er lokið. Fleiri íbúar eru hlynntir breytingum á deiliskipulagi í Helguvík en þeir sem eru á móti. Alls 471 íbúi eða 50.4% er hlynntur breytingunni en 451 eð 48,3% á móti. 12 skiluðu auðu eða 1,3%.
Kosningarnar stóðu frá 24. nóvember til kl. 02:00 í nótt, 4. desember. Kosningaþátttaka var 8,71%.
Nánar um úrslit kosninganna á íbúakosning.is