• Athugið

Ísland.is besti opinberi vefurinn!

1.2.2016

Samtök vefiðnaðarins veittu sín árlegu vefverðlaun í nokkrum flokkum föstudaginn 29. janúar sl. Vefurinn Ísland.is var þá valinn sem besti opinberi vefurinn, en áður hafði hann verið tilnefndur í hópi topp-fimm í flokki opinberra vefja ásamt Búrfellslundi, Hverfisskipulagi Reykjavíkur, Visit Iceland og Vínbúðinni.
Vefurinn er unninn í samstarfi við Advania, Hugsmiðjuna og Scytl. Magnús Þór Bjarnason hjá Hugsmiðjunni hannaði vefinn. Vefurinn hlaut eftirfarandi ummæli við verðlaunaafhendinguna: „Með nýrri útgáfu vefsins hefur verið stigið stórt framfaraskref frá fyrri vef. Hér er kominn vísir að gátt sem veitir aðgang að fjölbreyttri opinberri þjónustu á einfaldan og aðgengilegan hátt, byggt er á sömu hugmyndafræði og gov.uk. Markmiðum notenda er klárlega mætt, þar sem að allt efni er vandlega sett fram og ekki verið að þvæla inn efni sem ekki á erindi þar inn. Vefurinn er stílhreinn og hönnunin einföld, litrík og aðgengileg“.