• Athugið

Upplýsingar um tengsl foreldra og barna á mínum síðum

14.4.2016

Þjóðskrá Íslands hefur hafist handa við að skrá með rafrænum hætti tengsl milli barna og foreldra með það að markmiði að þær upplýsingar verði hluti af þjóðskránni. Upplýsingarnar eru aðgengilegar á mínum síðum foreldra barna á Ísland.is og nú eru birtar þar upplýsingar um börn sem fædd eru 2009 og síðar. Fyrir lok ársins 2016 er stefnt að því að birta upplýsingar um börn fædd 2007 og síðar.