Allar fréttir (Síða 2)

Kjósum betra hverfi

Rafræn lýðræðisþróun á Íslandi - 29.3.2012

Reykjavíkurborg í samvinnu við Betri hverfi og Ísland.is þróar rafrænt lýðræði í borginni.

Lesa meira

Innritun í framhaldsskóla fyrir haustönn 2012 - 13.3.2012

Forinnritun nemenda í 10. bekk (fæddir 1996 eða síðar) er hafin og stendur til 30. mars.
Lesa meira

Vefframtal einstaklinga 2012 - 7.3.2012

Á vefnum skattur.is er búið að opna fyrir vefframtal einstaklinga 2012.
Lesa meira

Umboðsmaður skuldara á Akureyri - 6.2.2012

Útibú umboðsmanns skuldara á Akureyri hefur verið opnað. Útibúið er að Glerárgötu 26, 1. hæð og er opið alla virka daga frá klukkan 9 til 15.

Lesa meira

Innritun fatlaðra nemenda á haustönn 2012 - 30.1.2012

Innritun fatlaðra nemenda sem óska eftir skólavist á starfsbrautum framhaldsskóla á haustönn 2012, fer fram fyrr en innritun almennt í framhaldsskóla.
Lesa meira
Frá Selárdal

Fasteignagjöld 2012 - 27.1.2012

Fasteignaeigendum býðst nú að skoða álagningarseðla fasteignagjalda 2012 á Ísland.is

Lesa meira

Álagningarseðlar fasteignagjalda 2012 væntanlegir á mínum síðum - 16.1.2012

Fasteignaeigendur geta á næstu dögum og vikum skoðað álagningarseðla fasteignagjalda á 2012 á mínum síðum á Ísland.is.
Lesa meira

Gætum að dýrunum um áramót - 29.12.2011

Áramótin nálgast og þá er nauðsynlegt að muna sérstaklega eftir dýrunum enda mörg hver hrædd við sprengingar og læti sem fylgja flugeldum

Lesa meira

Aðstoð starfsmanna kirkjugarða fyrir jól - 21.12.2011

Á Þorláksmessu og aðfangadag milli klukkan 9 og 15 verða stafsmenn Kirkjugarða Reykjvíkurprófastsdæmis fólki til aðstoðar í Fossvogskirkjugarði, Gufuneskirkjugarði, Kópavogskirkjugarði og Hólavallagarði.

Lesa meira

Almenningssamgöngur um jól og áramót - 19.12.2011

Á aðfangadag og gamlársdag aka strætisvagnar á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt laugardagsáætlun til klukkan 14 en þá lýkur akstri.
Lesa meira

Ofan koma úr fjöllunum - 9.12.2011

Nú styttist óðum í að jólasveinarnir tínist til byggða. Fyrir þá sem farnir eru að ryðga í fræðunum er ekki úr vegi að rifja upp hverjir þeir eru og hvenær þeir koma.

Lesa meira

Tekjuáætlun lífeyrisþega 2012  - 23.11.2011

Lífeyrisþegar geta nú skoðað og lagað tillögu Tryggingastofnunar að tekjuáætlun 2012 inná Mínum síðum á vef Tryggingastonfunar. 

Lesa meira

Atvinnuleitendur fá desemberuppbót - 22.11.2011

Ákveðið hefur verið að greiða atvinnuleitendum desemberuppbót. Óskert desemberuppbót til þeirra sem eru að fullu tryggðir innan atvinnuleysistryggingakerfisins verður 63.457 krónur.

Lesa meira

Rjúpnaveiðitímabilið hafið - 28.10.2011

Rjúpnaveiðitímabilið í ár er hafið og stendur til sunnudagsins 27. nóvember. Vakin er athygli á því að veiðidagar í ár eru 9.

Lesa meira

Fyrstu skrefin á níu tungumálum - 26.10.2011

Upplýsingabæklingurinn Fyrstu skrefin er kominn út en hann er ætlaður innflytjendum jafnt sem einstaklingum, stofnunum eða öðrum sem vinna með eða koma að ráðgjöf til innflytjenda.
Lesa meira

Ný reiknivél fyrir aðflutningsgjöld - 29.9.2011

Opnuð hefur verið á vef Tollstjóra reiknivél og er henni ætlað að gefa hugmynd um hvað vara gæti kostað ef hún er keypt og flutt til landsins í dag.
Lesa meira

Breytt fyrirkomulag umsókna um styrki - 16.9.2011

Á árinu 2012 verða gerðar breytingar á úthlutun styrkja til félaga, samtaka og einstaklinga á þann veg að Alþingi hættir úthlutunum á styrkjum til ýmissa verkefna til eins og verið hefur.

Lesa meira

Beint á þjónustuvefi - 9.9.2011

Notendum sem hafa auðkennt sig inn á mínar síður á Ísland.is stendur nú til boða að fara beint inn á nokkra opinbera þjónustuvefi án innskráningar. Auðkenning notenda er framsend til viðkomandi stofnana með öruggum hætti. Lesa meira

Útivistartími barna og unglinga breytist - 1.9.2011

Frá og með 1. september breytist útivistartími barna og unglinga hér á landi. Börn, 12 ára og yngri, mega þá ekki vera á almannafæri eftir klukkan 20 á kvöldin nema í fylgd með fullorðnum.
Lesa meira

Álagning opinberra gjalda 2011 - 26.7.2011

Álagning opinberra gjalda á einstaklinga og þá sem stunda atvinnurekstur í eigin nafni fyrir árið 2011 liggur fyrir.

Lesa meira

Átakið Nám er vinnandi vegur - 15.7.2011

Umsóknarfrestur um þátttöku í átakinu Nám er vinnandi vegur rennur út 2. ágúst næstkomandi.

Lesa meira

Ákvæði laga um frestun rennur út - 28.6.2011

Fólk sem hyggjast sækja um greiðsluaðlögun til umboðsmanns skuldara er hvatt til þess að sækja um fyrir 1. júlí næstkomandi vilji það nýta sér tímabundið ákvæði laga um frestun greiðslna gagnvart kröfuhöfum. Lesa meira

Fasteignamat 2012 á Mínum síðum - 23.6.2011

Fasteignaeigendur geta skoðað tilkynningaseðil fasteignamats 2012 á Mínum síðum á island.is. Til þess þurfa þeir rafræn skilríki eða veflykil ríkisskattstjóra. Lesa meira

Bætur hækka - 7.6.2011

Bætur almanna- og atvinnuleysistrygginga hækka frá 1. júní sl. þannig að lífeyrisþegar og atvinnuleitendur njóti hliðstæðra kjarabóta og samið var um í kjarasamningum á almennum vinnumarkaði.
Lesa meira

Frjóofnæmi á sumrin - 1.6.2011

Fjölmargir landsmenn á þjáist af frjóofnæmi yfir sumarmánuðina, júní, júlí og ágúst, en stærsti hópurinn eru börn og ungt fólk á aldrinum 10 til 29 ára. Frjókornatíminn hér á landi er nokkuð breytilegur og háður veðurfari. Lesa meira

Skólinn opnar dyr - námskynning í Laugardalshöll 12. maí - 11.5.2011

Fimmtudaginn 12 maí verða námsmöguleikar í framhaldsskólum, frumgreinadeildum og háskólum auk tækifæra til fullorðinsfræðslu kynntir í Laugardalshöll milli kl. 11-16.
Lesa meira

Tannlækningar fyrir börn tekjulágra - 27.4.2011

Frá 1. maí til 26. ágúst verður starfrækt tannlæknaþjónusta fyrir börn af öllu landinu á tannlæknadeild Háskóla Íslands í Læknagarði í Reykjavík. Þjónustan er ætluð börnum tekjulágra, yngri en 18 ára sem eru sjúkratryggð.

Lesa meira

900 sumarstörf 2011 - 18.4.2011

Velferðarráðuneyti og Vinnumálastofnun standa í sumar fyrir átaksverkefni til að fjölga störfum fyrir námsmenn og atvinnuleitendur.

Lesa meira

Kjörfundarupplýsingar á vefjum sveitarfélaga - 8.4.2011

Sveitarfélög auglýsa kjörstaði í þjóðaratkvæðagreiðslunni laugardaginn 9. apríl og mörg þeirra birta einnig kjörfundarupplýsingar á vefjum sínum. Lesa meira

Þjóðskrá Íslands afgreiðir mál er varða mannanöfn - 29.3.2011

Alþingi hefur samþykkt breytingu á lögum um mannanöfn nr. 45/1996 sem felur í sér að héðan í frá verði mál er varða mannanöfn afgreidd af Þjóðskrá Íslands en ekki ýmist þar eða hjá innanríkisráðuneyti eins og verið hefur um skeið. Lesa meira

Upplýsingar vegna kjörskrár og þjóðaratkvæðagreiðslu - 28.3.2011

Kjósendur geta nú kannað hvar þeir eru á kjörskrá í þjóðaratkvæðagreiðslunni 9. apríl næstkomandi á vefnum kosning.is
Lesa meira

Rafræn innritun í framhaldsskóla fyrir haustönn 2011 - 21.3.2011

Forinnritun nemenda í 10. bekk (fæddir 1995 eða síðar) hefst 21. mars og stendur til 1. apríl. Nemendur fá afhent, í grunnskóla sínum, bréf frá mennta og menningarmálaráðuneyti með veflykli og leiðbeiningum.
Lesa meira

Vefframtal einstaklinga 2011 - 7.3.2011

Á vefnum skattur.is er búið að opna fyrir vefframtal einstaklinga 2011. Frestur til að skila skattframtali rennur út 23. mars.

Lesa meira

LÍN á Ísland.is - 7.2.2011

Í síðustu viku bættist Lánasjóður íslenskra námsmanna í hóp þeirra sem nota auðkenninguna á Ísland.is. Notendur auðkenningarþjónustunnar eru þá orðnir níu talsins. Lesa meira

Átakið „Allir vinna“ framlengt - 21.1.2011

Ákveðið hefur verið að framlengja hvatningarátakið „Allir vinna“ til 1. janúar 2012. Þannig gefst fólki kostur á endurgreiðslu virðisaukaskatts og skattafrádrætti vegna framkvæmda við íbúðarhúsnæði/sumarhús þegar unnið er að viðhaldi eða endurbótum á byggingarstað.
Lesa meira

Flutningur Ísland.is - 10.1.2011

Ísland.is, upplýsinga- og þjónustuveita hins opinbera, fluttist frá forsætisráðuneytinu til Þjóðskrár Íslands þriðjudaginn 11. janúar 2011.

Lesa meira

Rjúpnaveiði að hefjast - 28.10.2010

Rjúpnaveiðitímabilið í ár hefst á morgun föstudaginn 29. október og stendur til sunnudagsins 5. desember. Lesa meira

Menntunarmeðlag ungmenna og barnalífeyrir - 28.9.2010

Þegar greiðslum meðlags og barnalífeyris lýkur við 18 ára aldur barns getur verið til staðar réttur á greiðslum til ungmennis sem er í námi. Lesa meira

Viðmiðunargengi við útreikning á greiðslum Tryggingastofnunar - 27.9.2010

Ef um erlendar tekjur er að ræða miðast útreikningur bóta Tryggingastofnunar á árinu 2010 við meðalgengi krónunnar eins og það var skráð samkvæmt Seðlabanka Íslands í október 2009. Lesa meira

Dánarorsakir 2009 - 21.9.2010

Hagstofa Íslands hefur nú birt dánarmein fyrir árið 2009. Gögnin byggja á dánarvottorðum allra einstaklinga sem létust á árinu 2009 og áttu lögheimili á Íslandi við andlát.

Lesa meira

Nafngiftir og fæðingardagar - 14.9.2010

Alexander var vinsælasta nafngift nýfæddra sveinbarna í fyrra en Anna hjá meybörnum. Afmælisdagar á Íslandi dreifast ekki jafnt yfir árið, þar sem algengast er að börn fæðist að sumri til og á hausti. Lesa meira

Sérþjónusta fyrir fólk með ólæknandi og lífsógnandi sjúkdóma - 13.9.2010

Markmið verkefnisins er að hverjum þeim sem glímir við slíka sjúkdóma bjóðist aðstoð sérhæfðs þjónusturáðgjafa við að nálgast réttindi sín innan kerfisins. Hópurinn sem verkefnið nær til takmarkast við krabbameinssjúklinga og MND  sjúklinga. Lesa meira

Fjölgun  sortuæxla tengd ljósabekkjanotkun - 10.9.2010

Talið er sennilegt að mikil aukning á sortuæxlum í húð hér á landi síðustu áratugi stafi einkum af notkun ljósabekkja, en einnig að hluta til af sólarlandaferðum. Þetta kemur fram í grein sem birtist í septemberhefti tímaritsins American Journal of Epidemiology. Lesa meira

Fjölsmiðja fyrir ungt fólk á Suðurnesjum - 9.9.2010

Undanfarna mánuði hefur á vegum Vinnumálastofnunar, Rauða kross Íslands og sveitarfélaganna á Suðurnesjum verið unnið að undirbúningi Fjölsmiðju fyrir ungt fólk. Hún verður af sama meiði og fyrri Fjölsmiðjur í Kópavogi og á Akureyri. Lesa meira

Útivistartími barna og unglinga styttist - 1.9.2010

Frá og með 1. september mega 12 ára börn og yngri vera úti til klukkan 20.00 og 13 til 16 ára unglingar mega vera úti til klukkan 22.00.

Lesa meira

Ný norræn upplýsingasíða um notendastýrða persónulega aðstoð - 31.8.2010

Norræna upplýsingasíðu um notendastýrða persónulega aðstoð fyrir fatlaða hefur verið tekin í gagnið. Allar Norðurlandaþjóðirnar stóðu að verkefninu undir stjórn Íslendinga. Lesa meira

Minni helgarumferð í sumar en í fyrra - 30.8.2010

Mesta umferðarhelgi sumarsins var 16.-18. júlí samkvæmt talningu Vegagerðarinnar.  Meðalhelgarumferð í sumar var 2,3% minni en í fyrra en 0,9% meiri en í hitteðfyrra.

Lesa meira

Kynungabók um jafnrétti kynja komin út - 25.8.2010

Mennta- og menningarmálráðuneytið hefur gefið út Kynungabók, upplýsingarit fyrir ungt fólk um jafnrétti kynja.

Lesa meira

Örorkustyrkur - 24.8.2010

Þeir sem eru á aldrinum 18-67 ára geta átt rétt á örorkustyrk. Skilyrði er að umsækjandi hafi verið búsettur á Íslandi a.m.k. þrjú síðustu árin áður en umsókn er lögð fram eða í sex mánuði ef starfsorka var óskert þegar hann tók hér búsetu. Einnig þarf að liggja fyrir mat tryggingalæknis um að umsækjandi hafi misst a.m.k. 50% af starfsorku sinni en nái ekki 75% starfsorkumissi. Lesa meira

Endurútreikningur atvinnuleysisbóta vegna greiðslna úr séreignarlífeyrissjóðum - 20.8.2010

Ef þú ert 60 ára eða eldri og hefur fengið greiðslur úr séreignarlífeyrissjóði á sama tíma og þú varst á atvinnuleysisskrá frá 1. mars 2009 og atvinnuleysisbætur þínar hafa verið skertar af þeim sökum, gætir þú átt rétt á endurgreiðslu úr Atvinnuleysistryggingasjóði sem nemur fjárhæð skerðingar. Lesa meira
Síða 2 af 2