• Upphrópun

Skráning námsmanna á Norðurlöndum á kjörskrá

15.2.2018

Þjóðskrá Íslands hefur tekið upp nýtt umsóknarferli varðandi skráningu námsmanna á Norðurlöndunum á kjörskrá fyrir sveitarstjórnarkosningar. Breytingarnar felast í því að umræddir námsmenn þurfa nú að sækja um það rafrænt til Þjóðskrár Íslands að vera teknir á kjörskrá fyrir sveitarstjórnarkosningarnar.

Umsóknina er að finna á vef Þjóðskrár Íslands og þarf staðfesting á námsvist að fylgja með. Makar og skyldulið námsmanna þurfa einnig að sækja um á sama hátt með tilvísun í viðkomandi námsmann. Umsóknarferlið verður viðhaft fyrir hverjar sveitarstjórnarkosningar.