Blóðbanki og líffæragjöf
Fjöldi fólks gefur blóð í Blóðbankann en framlagið er ómissandi fyrir ýmsa starfsemi á sjúkrahúsum. Þá getur fólk fyllt út kort vegna líffæragjafa eftir andlát.
Blóðbankinn
- Blóðbankinn, sem er eina sérhæfða stofnunin á sínu sviði í landinu, tekur við blóði heilbrigðra einstaklinga til hjálpar sjúkum.
- Þeir sem koma til greina sem blóðgjafar eru á aldrinum 18 til 60 ára, yfir 50 kíló, heilsuhraustir og lyfjalausir.
- Blóðbankinn er opinn mánudaga til fimmtudaga. Hefur hann einnig yfir að ráða blóðsöfnunarbíl sem safnar blóði á höfuðborgarsvæðinu og í nágrannabyggðum.
Líffæragjöf
- Í líffæragjöf felst að líffæri eða önnur lífræn efni eru fjarlægð úr látinni manneskju og grædd í sjúkling sem þarfnast þeirra.
Líffæragjöf á vef embættis landlæknis