Bólusetningar og smitsjúkdómar
Bólusetningar hafa verið almennar hér lengi og þátttaka mikil, einkum í bólusetningu barna. Þetta er mikilvægt þar sem farsóttum verður ekki haldið í skefjum nema þorri fólks sé bólusettur.
Bólusetning og smitsjúkdómar
- Börn, búsett hér á landi, eru bólusett við ellefu sjúkdómum frá þriggja mánaða til fjórtán ára aldurs.
- Ekki er ástæða til að endurtaka barnabólusetningar fullorðinna nema þegar haldið er til heimshluta þar sem smitsjúkdómar eru landlægir. Sjálfsagt er að láta bólusetja sig.
-
Læknar tilkynna smitsjúkdóma til sóttvarnalæknis. Tilgangurinn er að hindra útbreiðslu þeirra og koma upplýsingum til almennings.
Bólusetningar á vef embættis landlæknis
Bólusetningar barna á vef embættis landlæknis
Smitsjúkdómar á vef embættis landlæknis
Upplýsingar og fræðsla um kynsjúkdóma á vef embættis landlæknis
Inflúensubólusetning
- Bólusett er við árlegri inflúensu á hverju hausti. Gera má ráð fyrir faraldri frá október fram í mars og gengur hann yfirleitt yfir á tveimur til þremur mánuðum.
- Mest hætta á alvarlegum fylgikvillum er hjá öldruðum og fólki með bælt ónæmiskerfi og er því fólki ráðlagt að láta bólusetja sig árlega.
Vert að skoða
- Gjaldskrá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
- Líf og heilsa á vef stjórnarráðsins
- Smit og sóttvarnir á vef embættis landlæknis
- Upplýsingar um bólusetningar og ferðamannabólusetningar eru á síðum heilsugæslustöðva