Ýmis kostnaður
Sjúkratryggingar Íslands taka þátt í ýmsum kostnaði sjúkratryggðra vegna rannsókna eða meðferða í heilbrigðiskerfinu, að uppfylltum vissum skilyrðum.
Lyfjakostnaður
- Sjúkratryggingar Íslands taka þátt í lyfjakostnaði sjúkratryggðra einstaklinga. Greiðsluskiptingin er misjöfn eftir sjúkdómi og aldri sjúklings.
- Örorku- og ellilífeyrisþegar og börn með umönnunarmat greiða lægra gjald fyrir lyf en almennt gerist.
- Læknir getur sótt um lyfjaskírteini fyrir sjúkling að uppfylltum vissum skilyrðum. Lyfjaskírteini auka greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga í kostnaði umfram almennu regluna.
Um lyfjaskírteini á vef Sjúkratrygginga
Ferðakostnaður
- Sjúkratryggingar taka undir vissum kringumstæðum þátt í kostnaði vegna nauðsynlegra ferða sjúklings til meðferðar/aðgerðar. Sækja þarf um greiðsluþátttöku fyrir ferð nema um bráðatilvik sé að ræða.
- Sjúkratryggingar tekur þátt í dvalarkostnaði foreldris vegna sjúkrahúsinnlagnar barns.
Dvalarkostnaður á vef Sjúkratrygginga
Ferðakostnaður á vef Sjúkratrygginga
Sjúkra-, iðju- og talþjálfun
- Sjúkratryggingar taka þátt í sjúkra-, iðju- og talþjálfun sjúkratryggðra eftir ákveðnum reglum. Þjálfunarbeiðni frá lækni þarf að liggja fyrir.
Vert að skoða
- Fjárhæðir og gjaldskrár vegna heilbrigðisþjónustu á vef Sjúkratrygginga
- Gjaldskrá Heilsugæslunnar
- Gjaldskrá Landspítala
- Spurt og svarað á vef Sjúkratrygginga Íslands
- Mínar síður, Tryggingastofnun ríkisins