Veikindi - leitað til læknis
Heilsugæslan veitir öllum heilbrigðisþjónustu. Þar getur almenningur gengið að vísri þjónustu á sviði heimilislækninga, hjúkrunar og heilsuverndar og fengið ráðgjöf og leiðbeiningar.
Leitað til læknis
- Neyðarnúmerið 112 (einn, einn, tveir) svarar öllum símtölum vegna neyðartilvika og aðstoðarbeiðna og sinnir allri neyðarþjónustu, allan sólarhringinn, allt árið um kring.
- Bráðamóttaka Barnaspítala Hringsins tekur á móti veikum börnum og unglingum til 18 ára aldurs allan sólarhringinn eftir tilvísun frá lækni, hjúkrunarfræðingi eða ljósmóður.
Bráðamóttaka Barnaspítala Hringsins
- Á höfuðborgarsvæðinu er móttaka hjá Læknavaktinni utan dagtíma virka daga frá kl. 17 - 23.30 og frá kl. 9 - 23.30 um helgar og helgidaga.
- Vitjanaþjónusta Læknavaktarinnar er starfrækt frá kl. 17 til 23.30 virka daga og frá kl. 8 til 23.30 um helgar og helgidaga.
- Símaráðgjöf Læknavaktar er opin allan sólarhringinn allan ársins hring. Símar: 1700 og 1770
Læknavaktin
Heilsugæsla og vaktþjónusta
Þegar leita skal til læknis eða fá upplýsingar vegna bráðra eða langvinnra veikinda og minni háttar slysa eru nokkrar leiðir færar.
- Hafa samband við heilsugæslustöð/heilbrigðisstofnun á þjónustutíma, þ.e. dagtíma virka daga. Á landsbyggðinni er misjafnt hvenær heilsugæslustöðvar eru opnar, sumar eru opnar daglega, aðrar sjaldnar. Nánari upplýsingar fást á vefjum stöðva og stofnana.
Bráða- og göngudeild G3 Landspítala í Fossvogi
Bráðamóttaka Barnaspítala Hringsins
Heilbrigðisstofnanir á landinu á vef embættis landlæknis
- Á heilsugæslustöðvum eru læknar með fastan símatíma. Nánari upplýsingar fást á vefjum stöðva.
- Á flestum heilsugæslustöðvum í þéttbýli eru síðdegisvaktir í nokkra tíma eftir að almennum þjónustutíma lýkur.
- Á höfuðborgarsvæðinu er Læknavaktin starfrækt utan dagtíma virka daga frá kl. 17 - 08 og allan sólarhringinn um helgar og helgidaga.
Læknavaktin
- Barnalæknaþjónustan í Læknahúsinu, Domus Medica, er opin virka daga fram á kvöld og um helgar.
Barnalæknaþjónustan - Á heilsugæslustöðvum og sjúkrahúsum á landsbyggðinni er læknir ávallt á vakt. Nánari upplýsingar fást á vefjum heilsugæslustöðva og sjúkrahúsa.
Heilbrigðisstofnanir á landinu á vef embættis landlæknis
- Panta tíma hjá viðeigandi sérgreinalækni.