Fara beint í efnið

Flutt innanlands

Föst búseta manns eða lögheimili telst vera þar sem hann hefur bækistöð sína, dvelst í tómstundum, hefur heimilismuni og sefur.

Flutt innanlands

Þegar einstaklingur eða fjölskylda flytur úr einu húsnæði í annað, milli sveitarfélaga eða landshluta, skal samkvæmt lögum tilkynna um flutninginn innan sjö daga til Þjóðskrár Íslands. 

Tilkynna nýtt lögheimili til Þjóðskrár Íslands. Þú þarft að skrá þig inn með Íslykli eða rafrænu skilríki.

Ýmsar stofnanir, fyrirtæki og félagasamtök uppfæra skrár reglulega með upplýsingum frá Þjóðskrá Íslands, og því er mikilvægt að fólk tilkynni flutning sem fyrst. Hafa ber í huga að misjafnt er hversu oft fyrirtæki og félagasamtök endurnýja þjóðskránna hjá sér.
Upplýsingar um flutning á vef Þjóðskrár Íslands

Sá sem flytur aðsetur sitt verður að tilkynna það til Þjóðskrár Íslands.

Minnislisti vegna flutninga:

Tilkynna nýtt lögheimili til Þjóðskrár Íslands. Þú þarft að skrá þig inn með Íslykli eða rafrænu skilríki.

Ef börn og unglingar skipta um leik- og/eða grunnskóla þarf að tilkynna flutning til gamla skólans og sækja um í nýjum skóla.

Lesa af orkumælum, rafmagns-, heita- og kaldavatnsmælum. Hægt er að skrá aflestur af mælum og tilkynna notendaskipti, rafrænt á vefjum orkufyrirtækja, annars skal hafa samband við skrifstofur þeirra og panta aflestur og tilkynna notendaskipti.

Tilkynna nýtt heimilisfang til Íslandspósts.

Kynna sér hvaða heilsugæsla eða heilbrigðisstofnun starfar á því svæði sem flutt er til. Tilkynna sig og sína og sækja um heimilislækni.

Hægt er að flytja heimasímanúmer með sér hvert á land sem er. Nánari upplýsingar fást í þjónustuverum og á vefjum símafyrirtækja.

Meta hvort þörf sé á að tryggja búslóð sem flutt er milli staða.

Tilkynna flutning til erlendra fyrirtækja, félagasamtaka og annarra sem við á.

Á vefjum sveitarfélaga fást upplýsingar um stjórnsýslu og aðrar almennar upplýsingar um sveitarfélagið. Hjá þjónustuskrifstofum Vinnumálastofnunar má finna upplýsingar um störf í boði, starfsnámskeið og atvinnuleysisskráningu.

Lög og reglugerðir

Þjónustuaðili

Þjóð­skrá