Fasteignagjöld og -tryggingar
Allir húseigendur greiða fasteignagjöld og nokkrar tryggingar er einnig skylt að hafa.
Gjöld og skattar
-
Fasteignagjöld skiptast í fjórar tegundir gjalda sem öll eru ákveðið hlutfall af fasteignamati hverrar eignar:
- fasteignaskatt,
- lóðaleigu,
- sorphirðugjald og
- gjald vegna endurvinnslustöðva.
- Fasteignagjöld renna til sveitarfélaga sem ákveða álagningu þeirra og annast innheimtu.
- Greiðslum fasteignagjalda er dreift jafnt yfir ákveðna gjalddaga á árinu.
Afsláttur
- Elli- og örorkulífeyrisþegum er veittur afsláttur af fasteignagjöldum í sumum sveitarfélögum sem setja sér reglur um fjárhæð afsláttar og tekjumörk umsækjenda.
- Upplýsingar og umsóknir um afslátt af fasteignagjöldum er að fá hjá hverju sveitarfélagi um sig og á heimasíðum þeirra.
Húsnæðistryggingar
Brunatrygging
- Allir húseigendur verða að brunatryggja eign sína hjá tryggingafélagi. Eigendum er líka skylt að brunatryggja hús á meðan á smíði þess stendur.
- Upphæð brunatryggingar, eða iðgjald, er byggð á brunabótamati.
- Brunabótamat er ekki gert fyrr en byggingu húss er lokið eða það tekið í notkun og iðgjald byggir á öðrum grundvelli á byggingartíma þess. Eigandi húss þarf því að gæta þess að tilkynna tryggingafélagi um lok byggingar og eru iðgjöld þá færð til samræmis við brunabótamat.
- Brunatrygging fellur ekki úr gildi við uppsögn fyrr en ný hefur tekið gildi.
- Lögbundin brunatrygging nær aðeins yfir húseignina sjálfa en innbú er hægt að tryggja sérstaklega hjá tryggingafélögum.
Aðrar húsnæðistryggingar
- Allir húseigendur greiða náttúruhamfaratryggingagjald og gjald í ofanflóðasjóð.
- Náttúruhamfaratrygging bætir tjón á húsum vegna eftirtalinna náttúruhamfara: snjóflóða, skriðufalla, jarðskjálfta, eldgosa og vatnsflóða.
Vefur Náttúruhamfaratryggingar Íslands - Ofanflóðasjóður stendur straum af kostnaði við gerð varnarmannvirkja á snjóflóðasvæðum.
- Gjöld þessi eru miðuð við brunabótamat eignarinnar og innheimt af tryggingafélagi samhliða iðgjaldi brunatryggingar.
- Rétt er að kynna sér vel tryggingaskilmála annarra keyptra trygginga á eignum og afkomu.
Vert að skoða
- Bifreiðatryggingar á Ísland.is
- Neytendasamtökin
- Mannvirkjastofnun
- Um fasteignagjöld á vef Reykjavíkurborgar
- Um eldgos, jarðskjálfta og snjóflóð á vef Veðurstofu Íslands
- Varnir gegn innbrotum á Lögregluvefnum
- Húsnæðismál á vef stjórnarráðsins
Lög og reglugerðir
- Lög um brunatryggingar
- Lög um tekjustofna sveitarfélaga
- Lög um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum
- Lög um vátryggingarsamninga
- Lög um Náttúruhafaratryggingar Íslands
- Reglugerð um fasteignaskatt
- Reglugerð um lögboðna brunatryggingu húseigna
- Reglugerð um Viðlagatryggingu Íslands
- Mannvirkjagerð, húsnæðismál og brunamál, lagasafn Alþingis
- Mannvirkjagerð, húsnæðismál og brunamál, reglugerðasafn dómsmálaráðuneytis