Húsnæðislán

Flestir fjármagna húsnæðiskaup og –byggingar með lánum og þurfa að kynna sér hvaða kjör standa þeim til boða.

Lánsmöguleikar

 • Ýmsar lánastofnanir veita lán til húsnæðiskaupa:
  • Íbúðalánasjóður
  • Bankar og sparisjóðir.
  • Lífeyrissjóðir.

Sjálfsafgreiðsla á vef Íbúðalánasjóðs
Greiðslumat
Lánsumsókn
Reiknivélar

 

 • Flestar lánastofnanir fara fram á að greiðslumat fylgi lánsumsókn. Greiðslumat er útreikningur á greiðslugetu og lánsþörf lántakanda eða hversu dýrt húsnæði hann getur keypt miðað við eignir sínar, tekjur og gjöld.
 • Lántakendur geta gert eigið greiðslumat á netinu eða fengið aðstoð við gerð þess hjá starfsmönnum lánastofnana.
 • Íbúðalánasjóður veitir einstaklingum lán til kaupa, nýbygginga og endurbóta á eigin húsnæði. Landsmenn hafa sama rétt til íbúðalána sjóðsins, óháð búsetu.
 • Úrskurðarnefnd velferðarmála sker úr ágreiningsmálum er varða ákvarðanir Íbúðalánasjóðs.
  Úrskurðarnefnd velferðarmála

Um húsnæðislán

  • Öll lán til húsnæðiskaupa eru veðlán sem þýðir að lánið er tryggt með veði í eigninni sem kaupa á, eða í öðrum fasteignum.
  • Þegar ákveðið er hversu hátt lán er veitt til húsnæðiskaupa er einkum miðað við greiðslugetu lántakanda og kaupverð eignarinnar. Lánveitendur skoða einnig brunabóta- eða fasteignamat þeirrar eignar sem á að kaupa eða er veðsett.
  • Vextir lána og til hve margra ára lánið er tekið ræður greiðslubyrði lánsins, það er hversu háar afborganir eru af því.
  • Ef greiðsluerfiðleikar steðja að má til að mynda leita ráðgjafar og úrræða hjá

Vert að skoða

Lög og reglugerðir