Mat fasteigna

Allar fasteignir í landinu eru skráðar og metnar til fasteigna- og brunabótamats hjá Þjóðskrá Íslands.


Um fasteignir    Vefsjá, verðsjá og talnaefni

Fasteignamat

 • Fasteignamat er mat á verðmæti húss og lóðar sem áætlað er út frá gangverði svipaðra eigna á markaði.
 • Fasteignamat er uppfært árlega í samræmi við þróun fasteignaverðs og fá fasteignaeigendur ávallt tilkynningu um breytingar á því.
 • Eftirtalin opinber gjöld eru reiknuð út frá fasteignamati:
  • fasteignagjöld,
  • erfðafjárskattur og
  • stimpilgjöld vegna þinglýsingar kaupsamninga.

Nánar um fasteignamat

Brunabótamat

 • Sækja verður um brunabótamat innan fjögurra vikna frá því að nýtt húsnæði er tekið í notkun. Fyrsta mat er gjaldfrítt. 
 • Brunabótamat er vátryggingarfjárhæð húseignar eða áætlaður kostnaður við að endurbyggja eign sem eyðileggst í eldi.
 • Iðgjöld brunatrygginga eru miðuð við brunabótamat.
 • Brunabótamat er gjaldstofn eftirtalinna opinberra gjalda:
  • gjalds í ofanflóðasjóð,
  • viðlagatryggingagjalds og
  • brunabótamatsgjalds.

Nánar um brunabótamat

Endurmat og fleira

 • Ef húseigandi telur að verðmæti eignar hafi aukist vegna endurbóta er honum skylt að óska eftir endurmati.
 • Ef eigandi fasteignar hefur athugasemdir við gildandi fasteignamat má krefjast úrskurðar Þjóðskrár Íslands.
 • Hækkun á brunabótamati getur leitt til hækkunar á fasteignamati og hækka þá opinber gjöld og iðgjöld til samræmis.
 • Lánastofnanir nota gjarnan brunabóta- eða fasteignamat til að ákvarða veðhlutfall húseigna, það er hversu há lán þær veita út á eignina.

Eyðublöð á vef Þjóðskrár Íslands

Lög og reglugerðir