Félagslegt húsnæði
Þeir sem hafa lítil fjárráð eða eða eiga í húsnæðisvanda geta sótt um félagslegt húsnæði eða aðra aðstoð hjá sínu sveitarfélagi.
Félagslegt húsnæði
- Þeir sem eiga í húsnæðisvanda geta fengið ráðgjöf um réttindi sín og úrræði hjá þjónustumiðstöðvum Reykjavíkur og velferðar-/félagsþjónustu sveitarfélaganna, til að mynda aðstoð við að leita að húsnæði.
- Þeir sem eiga við bráðan húsnæðisvanda að etja og geta ekki sjálfir séð sér fyrir húsnæði af félagslegum eða fjárhagslegum orsökum geta átt möguleika á úthlutun félagslegrar leiguíbúðar, kaupleigu- eða eignaríbúðar.
- Íbúar í félagslegu leiguhúsnæði geta átt rétt á húsnæðisbótum.
Umsókn og úthlutun
- Sótt er um félagslegt húsnæði hjá þjónustumiðstöðvum Reykjavíkur og velferðar-/félagsþjónustum sveitarfélaga.
Félagslegt leiguhúsnæði hjá nokkrum sveitarfélögum
Akureyri Árborg Fljótsdalshérað Kópavogur Mosfellsbær Reykjanesbær Reykjavík Skagafjörður Skagaströnd
- Úthlutun félagslegra íbúða ræðst í aðalatriðum af fjölskylduhögum, félagslegum aðstæðum og því að tekjur umsækjanda og eignir séu innan ákveðinna marka.
- Hvert sveitarfélag setur sér nánari reglur um skilyrði fyrir úthlutun félagslegra íbúða og rekstur þeirra. Upplýsingar, úthlutunarreglur og eyðublöð má víða finna á vefjum sveitarfélaganna.
- Ákvarðanir velferðar-/félagsmálanefnda sem afgreiða mál er tengjast félagslegu húsnæði má kæra til úrskurðarnefndar velferðarmála.
Vert að skoða
- Að leigja á áttavitanum.is
- Búsetumál aldraðra á Ísland.is
- Búsetumál öryrkja og fatlaðra á Ísland.is
- Hverfið mitt, hverfavefir Reykjavíkurborgar
- Upplýsingar um fjárhagsaðstoð og félagslega heimaþjónustu sveitarfélaga á vef stjórnarráðsins
- Sveitarfélög
- Umboðsmaður skuldara
- Húsnæðismál á vef stjórnarráðsins