Atvinnuleyfi
Danskir, finnskir, norskir og sænskir ríkisborgarar þurfa ekki atvinnuleyfi á Íslandi. Það sama gildir um ríkisborgara ríkja innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES). Aðrir ríkisborgarar þurfa að útvega atvinnuleyfi fyrir komuna til landsins.
Almennt um atvinnuleyfi
- Með samningnum um EES hafa íslensk stjórnvöld skuldbundið sig til að veita launamönnum, sem eru ríkisborgarar aðildarríkja EES, forgang að innlendum vinnumarkaði.
- Ríkisborgarar ríkja utan EES-svæðisins þurfa að útvega atvinnuleyfi fyrir komuna til landsins og er það atvinnurekandinn sem sækir um leyfið.
- Atvinnurekandinn skilar inn atvinnuleyfisumsókn, ásamt umsókn útlendingsins um dvalarleyfi til Útlendingastofnunar.
Ýmsar upplýsingar um atvinnuleyfi og atvinnuréttindi útlendinga
- Vinnumálastofnun - atvinnuleyfi útlendinga
- Posting.is - upplýsingar um réttindi og skyldur erlendra þjónustufyrirtækja og starfsmanna þeirra sem eru sendir til starfa á Íslandi
- Atvinnuleyfi á vef Fjölmenningarseturs
- Útlendingastofnun
- Vinna á vef Fjölmenningarseturs