Lögbrot og refsing

Talið er réttmætt og líklegt til árangurs gegn afbrotum að refsa þeim sem brýtur lög. Samkvæmt lögum á refsiþyngdin að endurspegla alvarleika brotsins.

Brotaþoli

Lögbrot

 • Dómskerfið er lögregla og ákæruvald annars vegar og dómstólar hins vegar.
  Héraðsdómstólar
  Landsréttur
  Hæstiréttur
  Lögregla á vef dómsmálaráðuneytis
 • Ríkissaksóknari, héraðssaksóknari og lögreglustjórar, að undanskildum ríkislögreglustjóra, fara með ákæruvald í öllum megin atriðum.
  Lögregluumdæmi
  Ríkissaksóknari
  Um ákæruvaldið á vef Ríkissaksóknara
 • Rannsókn opinberra mála er í höndum lögreglu. Komi í ljós við rannsókn að refsivert brot hafi verið framið er meintum brotamanni birt ákæra, telji ákærandi málið nægilegt eða líklegt til sakfellis.
 • Sé fyrir hendi rökstuddur grunur um að maður hafi brotið gegn lögum getur lögregla krafist gæsluvarðhalds sem er tímabundin frelsissvipting. Fyrir því eru hins vegar ströng skilyrði í lögum.
  Gæsluvarðhald á vef Fangelsismálastofnunar
 • Ríkið sem sækjandi/ákærandi höfðar mál gegn ákærða/sakborningi. Ákærði á alltaf rétt á að taka til varna í sakamáli. Einkamál eru mál sem einstaklingar, félög eða stofnanir höfða á hendur öðrum einstaklingum eða lögpersónu.
  Fræðsla og útgáfa á vef Dómstólasýslunnar
 • Ríkissaksóknari heldur sakaskrá ríkisins en í hana eru færðar tilteknar upplýsingar um lok opinberra mála/sakamála.

Maður, 18 ára eða eldri getur sótt um sakavottorð sitt skriflega hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, Dalvegi 18 Kópavogi eða á skrifstofu lögreglustjóra í hverju umdæmi fyrir sig. Ungmenni 15 til 18 ára þurfa að fá samþykki forráðamanns til að fá sakavottorð sitt.
Upplýsingar um sakaskrá á vef ríkissaksóknara
Sakaskrá á vef umboðsmanns barna

Grunur um fíkniefnamisferli?, upplýsingar til Lögreglu
Grunur um ólöglegan inn- og útflutning?, upplýsingar til Tollstjóra

Sektir, dómar og önnur úrræði

Vert að skoða

Brotaþoli

Lögbrot

Sektir, dómar og önnur úrræði

Annað

Lög og reglur