Kjörskrá

Hvar ertu á kjörskrá?

 

Sameiningarkosningar Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupsstaðar


  • Á kjörskrá eru íslenskir ríkisborgarar sem náð hafa 18 ára aldri á kjördag, 26. október 2019 og skráðir eru með lögheimili í viðkomandi sveitarfélagi (Borgarfjarðarhreppur, Djúpavogshreppur, Fljótsdalshreppur og Seyðisfjarðarkaupstaður) þremur vikum fyrir kjördag eða 5. október 2019. Óheimilt er að breyta kjörskrá ef tilkynning um nýtt lögheimili hefur ekki borist Þjóðskrá Íslands fyrir þann tíma.
  • Einnig eru á kjörskrá danskir, finnskir, norskir og sænskir ríkisborgarar sem átt hafa lögheimili hér á landi í þrjú ár samfellt fyrir kjördag og aðrir erlendir ríkisborgarar sem átt hafa lögheimili hér á landi í fimm ár samfellt fyrir kjördag, enda fullnægi þeir að öðru leyti framangreindum skilyrðum. Íslenskir ríkisborgarar sem stunda nám á hinum Norðurlöndunum og sem þurft hafa að flytja lögheimili sitt þangað vegna ákvæða samnings Norðurlandanna um almannaskráningu, glata ekki kosningarétti sínum vegna þess.