Lýðræði

Í lýðræðisþjóðfélagi er gert ráð fyrir að ólíkir hagsmunir og sjónarmið séu viðurkennd og að kjörnir fulltrúar hafi rétt og skyldu til að koma þeim á framfæri. Í lýðræðisþjóðfélagi er hægt að velja og skipta um valdhafa á friðsaman hátt.

Ríkisvaldið

 • Samkvæmt stjórnarskrá lýðveldisins Íslands er ríkisvaldinu skipt í löggjafarvald, dómsvald og framkvæmdarvald.
  Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands
 • Forseti Íslands er þjóðhöfðingi landsins, kjörinn af allri þjóðinni í beinni kosningu.
  Forseti Íslands
 • Alþingi hefur löggjafarvald. Þar sitja 63 þingmenn í einni deild undir forsæti þingforseta.
  Alþingi
 • Ríkisstjórn hverju sinni fer með framkvæmdarvald. Ríkisráð skipa forseti og ráðherrar.
  Stjórnarráð Íslands
 • Dómsvaldið samanstendur af þremur dómsstigum, héraðsdómi, Landsrétti og Hæstarétti.
  Héraðsdómstólar landsins
  Landsréttur
  Hæstiréttur Íslands
 • Allir geta fylgst með þingfundum Alþingis, af þingpöllum, einnig er sent út frá þingfundum í sjónvarpi og á Netinu. Þá er hægt að leita funda við þingmenn.
  Alþingishús - aðgengi
 • Meginregla hjá dómstólum á báðum dómstigum er sú að dómþing skulu háð í heyranda hljóði. Hins vegar er hægt að óska eftir því að vissum skilyrðum uppfylltum að mál sé rekið fyrir luktum dyrum og einnig getur dómari synjað áheyrendum að vera við opið þinghald.

Sveitarfélögin

 • Landið skiptist í sveitarfélög sem ráða sjálf sínum málefnum á eigin ábyrgð. Þeim er skylt að annast þau verkefni sem þeim eru falin í lögum.
  Sveitarfélög í landinu
 • Sveitarfélög skulu hafa sjálfstæða tekjustofna og forræði á gjaldskrá eigin fyrirtækja og stofnana.
 • Sveitarfélögum er skylt að vinna að sameiginlegum velferðarmálum íbúanna eftir því sem fært þykir á hverjum tíma.
 • Fundir borgarstjórnar, bæjarstjórna og sveitarstjórna eru haldnir fyrir opnum dyrum nema annað sé ákveðið.
 • Samband íslenskra sveitarfélaga vinnur meðal annars að eflingu samstarfs sveitarfélaga, sameiginlegum hagsmunamálum og hefur með hagsmunagæslu þeirra að gera gagnvart ríkisvaldinu og öðrum innlendum og erlendum aðilum.
  Samband íslenskra sveitarfélaga

Vert að skoða

Lög og reglugerðir