Réttindi og skyldur borgara

Í lýðræði felst að allt ríkisvald eigi uppsprettu hjá þjóðinni og að meðferð þess sæti eftirliti af hennar hálfu. Í stjórnarskrá lýðveldisins kemur fram að allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda.

Kosningaréttur

Önnur réttindi

 • Ýmsar leiðir standa til boða til að leita réttar síns gagnvart stjórnvöldum. Í mörgum tilvikum er heimilt að skjóta stjórnsýsluákvörðunum til æðra stjórnvalds. Stjórnvöldum ber samkvæmt stjórnsýslulögum að benda á kærumöguleika þegar aðila máls er tilkynnt um ákvörðun.
 • Þá getur hver sá sem telur sig hafa verið beittan óréttlæti eða ranglæti af hálfu ríkis, sveitarfélaga eða einkaaðila, sem hefur að lögum verið fengið opinbert vald til að taka ákvarðanir um rétt eða skyldu manna, borið fram kvörtun við umboðsmann Alþingis.
  Umboðsmaður Alþingis
 • Samkvæmt stjórnarskrá ber öllum réttur til að fá úrlausn um réttindi sín og skyldur eða um ákæru á hendur sér um refsiverða háttsemi með réttlátri málsmeðferð innan hæfilegs tíma fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstóli. Nánari upplýsingar um störf dómstólanna er að finna hjá Dómstólasýslu.
  Dómstólasýslan
 • Þeir sem þurfa á aðstoð lögmanns að halda við að gæta réttar síns geta snúið sér til Lögmannafélags Íslands.
  Lögmannafélag Íslands
 • Úrskurði, ákvarðanir og álit ráðuneyta og kærunefnda auk dóma Félagsdóms er að finna á vefnum Úrskurðir og álit

Skyldur

 • Á hverjum manni hvílir sú skylda að fara að landslögum, hlíta lögmætum ákvörðunum dómstóla og stjórnvalda og greiða löglega ákvarðaða skatta og önnur opinber gjöld.
 • Þá er almenningi samkvæmt lögum skylt að hlýða fyrirmælum sem lögreglan gefur, svo sem vegna umferðarstjórnunar eða til þess að halda uppi lögum og reglu á almannafæri.
  Lögregla
 • Ef nauðsyn ber til getur lögregla kvatt sér til aðstoðar hvern fulltíða mann, meðal annars til að afstýra óreglu eða óspektum á almannafæri.

Vert að skoða

Lög og reglugerðir