Fara beint í efnið

Annað skólastig

Í grunnskóla eru nemendur búnir undir líf og starf og því skal að bjóða fram námstækifæri við allra hæfi.

Uppbygging annars skólastigs

Sveitarfélög bera meginábyrgð á skólahaldi og framkvæmd grunnskólalaga.

Skólanefndir í hverju sveitarfélagi sjá um að öll skólaskyld börn sæki skóla. Skólanefnd fylgist einnig með því að skólum sé tryggður aðgangur að sérfræðiþjónustu og að fyrir hendi sé fullnægjandi húsnæði og útivistar- og leiksvæði.

Skólastjóri er forstöðumaður grunnskóla. Hann ber ábyrgð á starfi skólans, stjórnar honum og veitir faglega forystu. Aðstoðarskólastjóri vinnur undir stjórn skólastjóra og stjórnar með honum daglegu starfi skóla.

Deildarstjórar eða verkefnastjórar eru millistjórnendur sem stýra hluta af skólastarfi, deild eða skólastigi eftir nánari ákvörðun skólastjóra.

Kennararáð eru starfandi í stærri grunnskólum. Ráðið starfar í umboði kennara og er skólastjóra til aðstoðar um stjórn skólans. Í minni grunnskólum fer kennarafundur með hlutverk kennararáðs.

Kennarar og umsjónarkennarar bekkja sjá um að vinna og útbúa bekkjarnámskrá. Hún er segir til um nám árgangsins eða bekkjarins á skólaárinu. Á hverri önn fer fram námsmat eða próf í hverju fagi til að fylgjast með námsárangri nemenda.

Einstaklingsnámskrá er áætlun fyrir alla nemendur. Hún hentar þó sérstaklega þeim sem þurfa námslega eða félagslega aðstoð umfram það sem kemur fram í bekkjarnámskrá.

Nemendur taka samræmd próf í fjórða, sjöunda og tíunda bekk og upplýsa niðurstöðurnar stöðu hvers og eins nemanda miðað við jafnaldra á landinu. Niðurstöðurnar nýtast einnig til að meta skólakerfið.

Starfsmenn skóla skulu efla samstarf skóla og heimila, meðal annars með því að veita upplýsingar um starfið í skólanum og miðla fræðslu um skólamál. Þá geta foreldrar stofnað samtök foreldra við skólann.

Skólaráð er samráðsvettvangur fyrir hvaðeina sem snýr að skólahaldi og breytingum á því. Ráðið er skipað fulltrúum kennara, annars starfsfólks skóla, nemenda og foreldra, auk skólastjóra.

Nemendur grunnskóla eiga að stofna nemendaráð sem meðal annars vinnur að hagsmuna- og félagsmálum þeirra.

Vert að skoða

Lög og reglugerðir