Uppbygging skólakerfisins

Allir eiga jafna möguleika á að afla sér menntunar, óháð kyni, búsetu, fötlun, fjárhagsstöðu, trúarbrögðum, og menningar- eða félagslegum bakgrunni.

Mennt er máttur

 • Íslenska menntakerfið er samsett úr eftirtöldum skólastigum, leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla og háskóla.
 • Hvert skólastig starfar sjálfstætt en samvinna er á milli skólastiga.
 • Leikskóli er ætlaður börnum að 6 ára aldri. Síðan hefst skyldunám í grunnskóla til 16 ára aldurs.
 • Allir sem lokið hafa grunnskólaprófi, eða eru orðnir 16 ára, geta hafið nám í framhaldsskóla.
 • Framhaldsskólar hafa þó leyfi til að setja inntökuskilyrði fyrir skólavist eða setu á vissum brautum.
 • Þeir sem ætla að hefja háskólanám, eiga að hafa lokið stúdentsprófi, öðru sambærilegu námi eða búa yfir jafngildum þroska og þekkingu að mati viðkomandi háskóla.
 • Símenntun – fullorðinsfræðsla. Æ algengara er að fólk sæki sér frekari menntun og þjálfun eftir að skólagöngu líkur. Boðið er upp á fjölbreytt námskeið á öllum sviðum í skólum á framhalds- og háskólastigum sem og í mörgum starfsgreinum.

Stofnanir á vef stjórnarráðsins 

Uppbygging skólakerfisins

 • Alþingi og mennta- og menningarmálaráðuneyti bera stjórnmálalega og lagalega ábyrgð á menntakerfinu og ákvarða stjórnsýslulega umgjörð og meginmarkmið. Sveitarfélög sjá um rekstur leikskóla og grunnskóla á hverjum stað.
 • Skrifstofa menntamála hjá mennta- og menningarmálaráðuneyti fjallar um menntakerfið í heild. Hún undirbýr mótun menntastefnu, hefur umsjón með framkvæmd og annast stjórnsýslu á sviði menntamála.
 • Skrifstofa menntamála fer með málefni leik-, grunn-, framhalds- og háskólastigs auk símenntunar og námstyrkja og hefur frumkvæði í þróun nýjunga, meðal annars í fjarkennslu og útgáfu námsgagna.
 • Skrifstofa menntamála ber ábyrgð á aðalnámskrárgerð fyrir leikskóla-, grunnskóla- og framhaldsskólastig og tónlistarnám á öllum stigum. Aðalnámskráin er hugmyndafræðilegur grundvöllur og stefnumótandi leiðarvísir fyrir skólastigin.
 • Skólar á öllum stigum menntunar fara eftir skólastefnu sem ákveðin er af sveitarfélögum og mennta- og menningarmálaráðuneyti. Hún er almennur leiðarvísir um skólastarfið og þær áherslur sem samfélagið vill leggja í uppeldi og menntun.
 • Skólanámskrá og starfsáætlun er unnin í hverjum skóla fyrir sig út frá aðalnámskrá. Skólanámskrá er leiðarvísir fyrir nemendur, kennara, aðra starfsmenn skóla og foreldra. Nánari upplýsingar um skólanámskrár fást á vefjum skóla.

Alþingi
Mennta- og menningarmálaráðuneyti
Menntamál á vef mennta- og menningarmálaráðuneytis
Námskrár á vef mennta- og menningarmálaráðuneytis

Vert að skoða

Lög og reglugerðir