Framhaldsskólar
“Framhaldsskólar búa nemendur undir þátttöku í atvinnulífinu og frekara nám.”
Þriðja skólastigið
- Framhaldsskólar tilheyra þriðja skólastiginu. Skólarnir eru ýmist nefndir fjölbrautaskólar, framhaldsskólar, iðnskólar, menntaskólar eða verkmenntaskólar.
Framhaldsskólar á landinu - Nám í framhaldsskóla er ekki skylda en samkvæmt lögum er fræðsluskylda til 18 ára aldurs. Þeir sem lokið hafa grunnskólanámi, grunnskólaprófi, hlotið jafngilda undirstöðumenntun eða eru orðnir 16 ára geta hafið nám í framhaldsskóla.
Innritun í framhaldsskóla
Innritun í framhaldsskóla
Framhaldsskólar á landinu
- Námsskipulag og nám á framhaldsskólastigi miðast við að koma til móts við ólíkar þarfir með því að bjóða upp á fjölbreyttar námsleiðir. Það skiptir miklu máli að verðandi framhaldsskólanemendur og forráðamenn þeirra kynni sér vel námsframboð skólanna. Námsráðgjafar og aðrir starfsmenn grunn- og framhaldsskóla veita einnig upplýsingar.
"Framhaldsskóla er heimilt að gera sérstakar kröfur um undirbúning og námsárangur vegna innritunar á einstakar námsbrautir framhaldsskóla enda miði þær að því að bjóða nemendum upp á nám sem hæfir undirbúningi þeirra."
Úr 2. gr. laga um framhaldsskóla.
- Nemendur sem eru að ljúka tíunda bekk í grunnskóla og forráðamenn þeirra fá, á vormánuðum, bréf frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu með upplýsingum um innritun í dagskóla framhaldsskóla.
- Aðrir umsækjendur um nám í dagskóla framhaldsskóla geta nálgast allar upplýsingar um nám og innritun á vef Menntagáttar.
- Hægt er að fylgjast með inntökuferlinu á vef Menntagáttar. Þegar skólavist hefur verið úthlutað þarf umsækjandi að staðfesta hana með greiðslu innritunargjalds.
- Þeim nemendum sem ekki ná tilskildum árangri í lokaprófum tíunda bekkjar á að standa til boða nám á almennri braut framhaldsskóla.
- Skólameistara er heimilt að veita nemanda sem er orðinn 18 ára inngöngu á einstakar námsbrautir þótt hann uppfylli ekki lágmarkskröfur um námsárangur við lok grunnskóla. Skólameistari ber ábyrgð á inntöku nemenda í framhaldsskóla.
- Misjafnt er hversu langur námstími framhaldsskólanema er og fer það eftir því hvort viðkomandi er í bóknámi, starfsnámi eða iðnnámi.
- Margir framhaldsskólar bjóða upp á nám í öldungadeildum kvöldskóla sem einkum er ætlað fullorðnum nemendum. Skólarnir auglýsa umsóknarfrest sjálfir, að hausti og eftir áramót.
- Einnig bjóða margir framhaldsskólar upp á fjarnám. Nánari upplýsingar er að finna á vefjum framhaldsskóla sem bjóða upp á slíkt nám.
- Framhaldsskólanemum á landsbyggðinni sem þurfa að sækja skóla út fyrir sitt sveitarfélag standa til boða styrkir, ýmist frá sveitarfélaginu eða svokallaður jöfnunarstyrkur.
Upplýsingar um jöfnunarstyrk á vef Lánasjóðs íslenskra námsmanna - Nemendur á framhaldsskólastigi sem stunda löggilt iðnnám og annað samþykkt starfsnám geta sótt um námslán.
Upplýsingar um námslán á vef Lánasjóðs íslenskra námsmanna - Fjölskyldur eða forráðamenn efnalítilla framhaldsskólanema geta sótt um styrk hjá Hjálparstarfi kirkjunnar vegna útgjalda. Allar nánari upplýsingar fást hjá Hjálparstarfi kirkjunnar.
Hjálparstarf kirkjunnar - Námsráðgjafar, kennarar og annað starfsfólk framhaldsskóla skal vera nemendum til ráðgjafar og leiðsagnar um náms- og starfsval og persónuleg mál sem snerta námið og skólavist.
Réttindi fatlaðra
- Framhaldsskólar tilheyra þriðja skólastiginu. Skólarnir eru ýmist nefndir fjölbrautarskólar, framhaldsskólar, iðnskólar, menntaskólar eða verkmenntaskólar.
Framhaldsskólar á landinu
- Þeir sem lokið hafa grunnskólanámi, grunnskólaprófi, hlotið jafngilda undirstöðumenntun eða eru orðnir 16 ára geta hafið nám í framhaldsskóla
Innritun í framhaldsskóla
- Námsskipulag og nám á framhaldsskólastigi miðast við að koma til móts við ólíkar þarfir með því að bjóða upp á fjölbreyttar námsleiðir.
- Í mörgum framhaldsskólum eru sérdeildir, starfsbrautir og önnur námsframboð sem sérstaklega eru ætlaðar fötluðum nemendum.
Nám fyrir fatlaða - Námsráðgjafar, kennarar og annað starfsfólk framhaldsskóla skal vera nemendum til ráðgjafar og leiðsagnar um náms- og starfsval og persónuleg mál sem snerta námið og skólavist.
Menntun og atvinna fatlaðra og öryrkja á island.is
Vert að skoða
- Menntamál á vef stjórnarráðsins
- Námskrár á vef mennta- og menningarmálaráðuneytis
- AFS skiptinemasamtökin (nýr gluggi)
- Framhaldsskólar á landinu á vef mennta- og menningarmálaráðuneytis
- Heimili og skóli, landssamtök foreldra
- Iðan fræðslusetur um iðnstörf
- Inna, upplýsingakerfi fyrir framhaldsskóla
- Menntamálastofnun
- Starfsmenntanám við Landbúnaðarháskóla Íslands
- Spurningar og svör á vefnum Framhaldsskólar - nám að loknum grunnskóla
- Framhaldsskólar á vef mennta- og menningarmálaráðuneytis
- Um lýðháskóla á áttavitanum.is
- Sérkennsla í framhaldsskólum á vef mennta- og menningarmálaráðuneytis