Leikskólar

 “Í leikskólum skal velferð og hagur barna hafður að leiðarljósi í öllu starfi.”

Fyrsta skólastigið

 • Leikskólinn er fyrsta skólastigið og er hann ætlaður börnum undir skólaskyldualdri, það er undir sex ára aldri. Hann er ætlaður öllum börnum, óháð andlegu og líkamlegu atgervi, menningu eða trú.
 • Foreldrar bera frumábyrgð á uppeldi barna sinna en leikskólauppeldið er viðbót.

Umsókn

 • Foreldrar sækja um leikskóladvöl fyrir barn sitt í því sveitarfélagi þar sem barnið er skráð með lögheimili. Leikskólarnir eru ýmist reknir af sveitarfélögum, einkareknir eða einkareknir með þjónustusamning við sveitarfélagið.
  • Í sumum sveitarfélögum er hægt að sækja um við fæðingu barns en hjá flestum sveitarfélögum gilda aldurstakmörk.
  • Sótt er um leikskólavist á vefjum þjónustumiðstöðva, sveitarfélaga og leikskóla.
   Sveitarfélög á landinu
 • Í flestum sveitarfélögum þurfa foreldrar að greiða ákveðið gjald fyrir leikskóladvöl barna sinna. Leikskólagjald er innheimt 11 mánuði á ári en gert er ráð fyrir að barn taki fjögurra vikna samfellt sumarleyfi. Upplýsingar um gjaldskrá leikskóla er að finna á vefjum sveitarfélaga.
 • Einstæðir foreldrar og námsmenn fá ákveðinn afslátt af leikskólagjaldi. Þá er einnig veittur systkinaafsláttur. Upplýsingar um afslátt fyrir ákveðna hópa er að finna á vefjum sveitarfélaga.
 • Ráðgjafar- og sálfræðiþjónusta þjónustumiðstöðva hverfa í Reykjavík sinnir sérfræðiþjónustu við leikskóla í borginni. Í öðrum sveitarfélögum er þjónustan oft hjá fræðslu- eða fjölskyldudeildum. Skólar vísa málum til þjónustunnar með samþykki foreldra og einnig geta foreldrar leitað beint eftir aðstoð.
 • Leikskólinn skal leggja grunn að íslenskukunnáttu barna sem eiga annað móðurmál en íslensku og kynna þeim íslenskt samfélag.
 • Biðlistar eru á mörgum leikskólum og geta því foreldrar og barn þeirra þurft að bíða eftir plássi í einhvern tíma. Oftast raðast börn á biðlista eftir aldri, þau elstu fyrst. Oft er plássum úthlutað á tímabilinu mars til júní ár hvert.
 • Algengast er að börn sæki leikskóla frá 18 mánaða aldri þar til þau hefja nám í grunnskóla. Börn dvelja allt frá fjórum klukkustundum upp í níu og hálfa klukkustund, hvern virkan dag á leikskólum.
 • Þegar barn byrjar í leikskóla er gerður dvalarsamningur milli skólans og foreldris og er gagnkvæmur uppsagnarfrestur einn mánuður.
 • Gæsluleikvellir eru starfræktir í flestum stærri sveitarfélögum og er opnunartími misjafn eftir árstíðum. Þeir eru ætlaðir yngri börnum og er aldurstakmark misjafnt. Nánari upplýsingar finnast á vefjum sveitarfélaga.
 • Sveitarfélögum er heimilt að reka saman leikskóla, grunnskóla og tónlistarskóla undir stjórn eins skólastjóra.
  Heimili og skóli, landssamtök foreldra

Réttindi fatlaðra

 • Fötluð börn eiga rétt á leikskóladvöl samkvæmt lögum. Hana á að veita á almennum leikskólum með nauðsynlegri stuðningsþjónustu eða á sérhæfðum deildum.
 • Öryrkjar fá ákveðinn afslátt af leikskólagjaldi. Nánari upplýsingar um afslátt fyrir ákveðna hópa er að finna á vefjum sveitarfélaga.

Menntun og atvinna fatlaðra og öryrkja á Ísland.is
Leikskólar á landinu 

Vert að skoða


Lög og reglugerðir