Listaskólar

List hefur fylgt manninum frá upphafi og er einn af hornsteinum mannlegs samfélags.

Leiklistarnám

Bandalag íslenskra leikfélaga
Borgarleikhúsið
Leikfélag Akureyrar
Sjálfstæðu leikhúsin
Þjóðleikhúsið

Tónlistar- og söngnám

 • Tónlistar- og söngskólar á landinu eru ýmist sjálfstætt starfandi og reknir í samvinnu við sveitarfélög eða alfarið á vegum sveitarfélaganna. Skólunum er skipt niður í deildir.
 • Mennta- og menningarmálaráðuneyti gefur út aðalnámskrá tónlistar- og söngskóla. Skólanámskrá er gefin út af hverjum skóla fyrir sig og á vefjum skólanna má finna frekari upplýsingar.
 • Tónmenntakennsla og listnám í grunn- og framhaldsskólum er hluti af aðalnámskrá skólanna. Í flestum skólum á öllum skólastigum eru starfandi kórar og hljómsveitir. Nánari upplýsingar fást á vefjum skólanna.
 • Misjafnt er á hvaða aldri nemendur hefja nám í tónlistarskóla en meirihluti hefur nám á grunnskólaaldri. Upplýsingar um aldurstakmörk, inntökuskilyrði, innritun og skólagjöld er að finna á vefjum sveitarfélaga og tónlistarskóla.
 • Í tónlistarskólum er boðið upp á nám á grunnstigi, miðstigi, framhaldsskólastigi og háskólastigi. Frekari upplýsingar er að finna á vefjum skólanna.
 • Tónlistarnám á framhaldsstigi metið til lokaprófs í nokkrum framhaldsskólum. Boðið er upp á tónlistarnám á háskólastigi í Listaháskóla Íslands. Nánari upplýsingar fást á vefjum skólanna.
  Tónlistardeild Listaháskóla Íslands
 • Tónlistarnám á háskólastigi er lánshæft hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna.
  Námslán á vef Lánasjóðs íslenskra námsmanna

Aðalnámskrá á vef mennta- og menningarmálaráðuneytis
Skólahljómsveitir í Reykjavík
Sveitarfélög á landinu
Tónlistarskólar á landinu á musik.is
Tónlistarskólar á landinu á vef mennta- og menningarmálaráðuneytis

Sjón- og myndlistarnám

 • Myndlist, myndmennt og sjónlist eru hluti af aðalnámskrá grunn- og framhaldsskóla.
 • Myndlistaskólar á landinu eru ýmist sjálfseignarstofnanir, einkareknir og með samning við sveitarfélög og ríki.
 • Kennsla í myndlistaskólum er deildaskipt. Nemendur þurfa að uppfylla viss skilyrði til að geta stundað nám í sumum deildanna og fer það eftir því á hvaða skólastigi nám skal stundað. Upplýsingar um aldurstakmörk, inntökuskilyrði, innritun og skólagjöld er að finna á vefjum skólanna.
 • Nokkrir framhaldsskólar bjóða upp á nám á listabrautum til lokaprófs.
  Framhaldsskólar á landinu á menntagatt.is
 • Í Listaháskóla Íslands er boðið upp á myndlistarnám á háskólastigi.
  Myndlistardeild Listaháskóla Íslands
 • Námið er lánshæft hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna.
  Námslán á vef Lánasjóðs íslenskra námsmanna

Myndlistarskóli Kópavogs
Myndlistaskólinn á Akureyri
Myndlistaskólinn í Reykjavík
Samband íslenskra myndlistarmanna
Upplýsingavefur um myndlist og myndhöfunda

Listdans

 • Íslenskir listdansskólar eru einkareknir og hafa sumir gert þjónustusamninga við hið opinbera. Upplýsingar um aldurstakmörk, inntökuskilyrði, innritun og skólagjöld er að finna á vefjum skólanna
 • Í einum framhaldsskóla er boðið upp á nám á listdansbraut samkvæmt aðalnámskrá. Þeir nemendur 16 ára og eldri sem stunda framhaldsnám í listdansskóla geta fengið nám sitt metið á þeirri braut.
 • Dansnám er hluti af aðalnámskrá grunn- og framhaldsskóla.
 • Í Listaháskólanum er boðið upp á þriggja ára nám í samtímadansi.
  Dansnám í leiklistardeild Listaháskóla Íslands

Íslenski dansflokkurinn

Vert að skoða

Lög og reglugerðir