Símenntun
Hlutverk símenntunar og fullorðinsfræðslu er að efla hæfni og þekkingu fólks í starfi og einkalífi.
Símenntun - fullorðinsfræðsla
-
Símenntun og fullorðinsfræðsla heyrir ekki undir neitt eitt ráðuneyti, heldur nokkur. Boðið er upp á kennslu jafnt innan menntakerfisins sem utan.
-
Símenntunarstöðvar eru starfandi víða um land. Hlutverk þeirra er að efla framboð og gæði náms og hvetja til almennrar þátttöku.
-
Fullorðinsfræðsla er í boði hjá símenntunarmiðstöðvum, stéttarfélögum, fyrirtækjum, samtökum og fleirum.
-
Símenntun – fullorðinsfræðsla er í formi mislangra, afar fjölbreyttra námskeiða. Í vaxandi mæli er boðið upp á nám samhliða starfi sem lýkur með prófum. Allar nánari upplýsingar fást á vefjum viðkomandi stofnana, fyrirtækja, stéttarfélaga og fræðsluaðila.
- Sérstakir fræðslusjóðir eru starfræktir á vegum stéttarfélaga og atvinnurekenda og geta félagsmenn sótt um að fá endurgreiddan kostnað vegna námskeiða eða styrk til náms.
- Einnig taka sumar stofnanir og fyrirtæki þátt í kostnaði starfsmanna vegna námskeiða. Allar nánari upplýsingar um endurgreiðslur og styrki er að finna á vefjum viðkomandi aðila.
- Fyrirtæki og fræðsluaðilar geta sótt um styrki til íslenskunámskeiða fyrir erlenda starfsmenn sína til mennta- og menningarmálaráðuneytis. Námskeiðin eru ekki hluti af almennu námi á grunn- og framhaldsskólastigi.
Vert að skoða
- Menntamál á vef stjórnarráðsins
- Aðildarfélög Alþýðusambands Íslands
- Aðildarfélög Bandalags háskólamanna
- Aðildarfélög Bandalags starfsmanna ríkis og bæja
- Endurmenntun Háskóla Íslands
- Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands
- Nám og endurmenntun á vef Samtaka ferðaþjónustunnar
- Europass á Íslandi
- Fræðslumiðstöð atvinnulífsins
- Iðan, fræðslusetur
- Menntamál á vef Samtaka atvinnulífsins
- Mímir-símenntun
- Nám er vinnandi vegur
- Fræðsla á vef Samtaka ferðaþjónustunnar
- Símenntun Háskólans á Akureyri
- Símenntun í Háskólanum á Bifröst
- Starfsmennt - Fræðslusetur
- Starfsmenntanám við Landbúnaðarháskóla Íslands